Stangveiðifélagið Græna bindið
Stofnað 01.11.1992

Blog records: 2018 N/A Blog|Month_9

29.09.2018 02:23

Veiðiferð Brytans.

Bryti Græna bindisins ákvað í sumar að skreppa í veiði án félaga sinna í Græna bindinu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann gott veiðivatn nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að setja í nokkrar bleikjur og var að enda við að landa einni þegar bóndinn á sveitabænum kemur að honum. Þeir heilsast og tala saman en eftir það segist bóndinn nú eiga þessa bleikju. Það samþykkir Brytinn ekki og segist þekkja sinn rétt, hann hafi veitt bleikjuna og því eigi hann hana. Þá spyr bóndinn hvort að þeir eigi bara ekki að útkljá þetta með þriggja sparka reglunni, sem að er algeng regla í Borgarfirðinum.

Brytinn verður þá svolítið forvitinn og vill fá að vita meira. Bóndinn segir honum að fyrst sparki hann þrisvar í Brytann og síðan sparki Brytinn í hann þrisvar og svona gengur það þangað til að annar gefst upp. Brytinn samþykkir þetta og segir bóndanum að sparka. Bóndinn byrjar að sparka í magann á honum og Brytinn hnígur niður við það. Næst sparkar bóndinn í sköflunginn á honum, og þá er Brytinn orðinn svolítð sár en tekur samt við þriðja sparkinu sem að er mjög fast í punginn.

Eftir að Brytinn er búinn að jafna sig og staðinn upp segir hann:   „Jæja nú er komið að mér”  og býr sig til að sparka í bóndann. Þá heyrist í bóndanum: „Neiiii,...... mér er andskotans sama um eina bleikju, þú mátt bara eiga hana”.

27.09.2018 10:16

Í fundarferð Græna bindisins að Geysi, 15. október 2016, fór Bogi í minnstu stafkirkju á Íslandi og dáðist að altaristöflunni.

25.09.2018 11:26

Jói Vigg í blíðviðrinu í Landmannalaugum í ferð Græna bindisins á Landmannaafrétt, 20. júní 2007.

24.09.2018 12:16

Brytinn fer yfir öryggisbúnað bátsins í ferð Græna bindisins í Hlíðarvatn í Hnappadal, 4. júní 2014.   

21.09.2018 07:39

Svenni í basli með veiðihjólið í vorveiðiferð Græna bindisins í Djúpavatn, 1. júní 2018.

15.09.2018 01:01

Maggi Arne undirbýr orginal Tekíla-drykk til að dreypa á í fundarferð Græna bindisins að Felli í Biskupstungum, 9. nóvember 2011. 

14.09.2018 16:25

Brytinn horfir á "skyrtuna" loga í vinnuferð Græna bindisins í bústað LR í Bláskógabyggð, 11. september 2017.

13.09.2018 22:51

Jón Arnar og Svenni í vorveiðiferð Græna bindisins í Skorradalsvatn, 7. maí 2016.

12.09.2018 12:53

Baldvin sagði meðlimum Græna bindisins nokkra góða brandara á aukafundi félagsins í Munaðarnesi, 15. júní 2018.

10.09.2018 15:28

Svenni við veiðar snemma að morgni laugardagsins  6. maí 2017, í vorveiðiferð Græna bindisins í Skorradalsvatn.

05.09.2018 00:25

Vatnið var sannarlega veiðilegt og fallegt í ferð Græna bindisins í Djúpavatn, 1. júní 2018.

02.09.2018 10:27

Enn og aftur eru það sömu spilafíklarnir sem brjóta 6. gr. laga Græna bindisins í fundarferð að Geysi, 15. október 2016.

01.09.2018 10:28

Kolli slakar á í góða veðrinu við Meðalfellsvatn í vorveiðiferð Græna bindisins, 13. júní 2015.

  • 1
Today's page views: 85
Today's unique visitors: 9
Yesterday's page views: 57
Yesterday's unique visitors: 16
Total page views: 157503
Total unique visitors: 20743
Updated numbers: 29.4.2024 20:40:54