Lög Græna bindisins.
1. grein.
Formaðurinn er æviráðinn og ræður öllu. Honum er ekki hægt að segja upp og hann getur ekki sagt upp sjálfur og hætt.
2. grein.
Kvenmenn eru ekki leyfðir sem meðlimir í Græna bindinu og ekki leyft að koma í ferðir, á fundi eða hafa neitt með Græna bindið að gera.
3. grein. Bryti Græna bindisins er næstráðandi og staðgengill Formannsins en ræður engu og hefur ekkert ákvörðunarvald um eitt né neitt.
4. grein.
Nýjir meðlimir skulu ekki teknir inn í Græna bindið nema með fullu samþykki Formannsins og að hafa reitt af hendi
koníaksfleyg til hans.
5. grein.
Skilyrði er að veiðibúnaður nýrra meðlima sé ódýrari en veiðibúnaður Formannsins.
6. grein. Takmarka skal sem kostur er bridge-spil og fiskibollu-át í veiðiferðum Græna bindisins.
7. grein.
Félagar í Græna bindinu stunda hvorki magnveiði né mokveiði. Veiðiferðir Græna bindisins eru farnar til að njóta lífsins
og eru frí en ekki vinna.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is