Græna bindið.
Sunnudaginn 1. nóvember árið 1992, ákváðu nokkrir lögreglumenn að stofna með sér Stangveiðifélag og var blásið til fundar til þess á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ. Frumkvöðull þess og driffjöður við stofnun veiðifélagsins var Ólafur Haukstein Knútsson.
Fundurinn fór fram á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ, sem þá var staðsett í Þverholti 9 og voru stofnfélagarnir, Ólafur Haukstein Knútsson, lögreglumaður í umferðardeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, Benedikt Lund, varðstjóri á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ, Bogi Sigvaldason, lögreglumaður í umferðardeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, Einar Magnússon, pípulagningarmeistari í Mosfellsbæ, Jóhannes Viggósson, rannsóknarlögreglumaður í slysarannsóknardeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, Guðmundur St. Sigmundsson, lögreglumaður á lögreglustöðinni Mosfellsbæ, Kolbeinn R. Kristjánsson, lögreglumaður á lögreglustöðinni Mosfellsbæ, Magnús Gunnar Arneson, lögreglumaður á lögreglustöðinni Mosfellsbæ, Oddur Haukstein Knútsson, lögreglumaður í Borgarnesi, Rúnar Oddgeirsson, lögreglumaður í umferðardeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Stefán Alfreðsson, lögreglumaður á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Formaður félagsins var sjálfkjörinn til eilífðar, Ólafur Haukstein Knútsson.
Á fundinum var ákveðið að félagið skyldi heita Stangveiðifélagið Græna bindið og merki þess vera neon grænt hálsbindi á ljósbláum fleti.
Árið 2001 gekk Jóhann Davíðsson, lögreglumaður í umferðardeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í félagið og var innvígður í félagið við Hópið í V-Hún. Baldvin Viggósson, lögreglumaður í umferðardeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Guðmundur Páll Jónsson, lögreglumaður í almennudeild á lögreglustöðinni við Hverfisgötu gengu í félagið árið 2006 og voru innvígðir í félagið við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiðinni . Ólafur Ágúst Gíslason, lögreglumaður á lögreglustöðinni í Grafarholti gekk í félagið árið 2010 og var innvígður í félagið á Skagaheiðinni. Gunnar Hilmarsson, varðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, Jón Arnar Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Sveinn Jóhannsson, byrgðarvörður lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu gengu í félagið árið 2016 og voru innvígðir í félagið á aðalfundi félagsins í veiðihúsinu Langárbyrgi við Langá á Borgarfirði. Gunnar Helgi Magnússon, varðstjóri í fangageymslunni á Hverfisgötu gekk í félagið 2020 og var innvígður í félagið við Vesturhópsvatn. Marinó Ingi Emilsson, rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild á lögreglustöðinni á Hverfisgötu gekk í félagið árið 2021 og var innvígður í félagið við Vesturhópsvatn. Gissur Guðmundsson, fv. rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði og Reykjavík gekk í félagið árið 2023 og var innvígður í félagið við Vesturhópsvatn.
Adólf Árnason, þáverandi lögreglumaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Ari Ólafsson, kennari við Háskóla Íslands hafa farið sem gestameðlimir í veiðiferðir félagsins.
Stangveiðifélagið Græna bindið er með heimasíðuna http://bindid.123.is/
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is