Jói Vigg á leið upp frá Ljótapolli í ferð Græna bindisins á Landmannaafrétt, 20. júní 2007. Ljótipollur er um 40 hektarar, 573 m. yfir sjó, 14 metra djúpt gígvatn sem myndaðist í Veiðivatnagosinu árið 1477 ásamt mörgum öðrum jarðmyndunum svo sem Norðurnámshrauninu, gígnum Stút við Frostastaðaháls, Laugahrauninu og Námshrauninu, sem rann útí Frostastaðavatn. Brattar skriður eru niður að vatninu. Ekki er vitað hvenær urriðinn kom í Ljótapoll ,en þar hefur verið þokkaleg veiði á þeim tíma sem hér um ræðir. 1957 fengu veiðimenn stóra horslápa. Um 1960 voru menn að fá nokkuð góðan fisk ,en veiðin hefur verið misjöfn eins og gengur. Nú seinustu ár eru að veiðast aðallega fallegir urriðar. |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is