Stangaveiðifélagið Græna bindið
Stofnað 01.11.1992

30.03.2019 01:35

Jói Vigg á leið upp frá Ljótapolli í ferð Græna bindisins á Landmannaafrétt, 20. júní 2007.

Ljótipollur er um 40 hektarar, 573 m. yfir sjó, 14 metra djúpt gíg­vatn sem myndaðist í Veiði­vatna­gosinu árið 1477 ásamt mörgum öðrum jarðmynd­unum svo sem Norður­námshrauninu, gígnum Stút við Frostastaðaháls, Lauga­hrauninu og Náms­hrauninu, sem rann útí Frostastaðavatn. Brattar skriður eru niður að vatninu. Ekki er vitað hve­nær urrið­inn kom í Ljóta­poll ,en þar hefur verið þokka­leg veiði á þeim tíma sem hér um ræðir. 1957 fengu veiði­menn stóra hor­slápa. Um 1960 voru menn að fá nokkuð góðan fisk ,en veiðin hefur verið mis­jöfn eins og gengur. Nú seinustu ár eru að veiðast aðallega fallegir urriðar.

Flettingar í dag: 579
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 472067
Samtals gestir: 48103
Tölur uppfærðar: 28.12.2025 05:30:28