Stangaveiðifélagið Græna bindið
Stofnað 01.11.1992

02.10.2020 19:04

Rúnar, Formaðurinn, Kolli og Bogi spila bridge í húsi SVH, í ferð Græna bindisins í Hlíðarvatn í Selvogi, í júlí 1995.

29.09.2020 15:56

Benni Lund, Kolli og Jón S. Óla í ferð Græna bindisins í Vesturhópsvatn, þriðjud. 25. ágúst 2020.

16.09.2020 21:23

Kafteinn Jói Davíðs og Bogi voru kátir með ánamaðkana, í ferð græna bindisins í Vesturhópsvatn, mánud. 24. ágúst 2020.

12.09.2020 20:58

Brytinn nýtur veðurblíðunnar við Vesturhópsvatn, í ferð Græna bindisins, mánud. 24. ágúst 2020.

08.09.2020 22:35

Jón S. Óla við veiðar í kvöldsólinni á bökkum Vesturhópsvatns í veiðiferð Græna bindisins, mánud. 24. ágúst 2020.

08.09.2020 21:56

Svenni nýtur góða veðursins á palli veiðihúss SVFH, í upphafi veiðiferðar Græna bindisins í Vesturhópsvatn, 24. ágúst 2020.

05.09.2020 23:20

Gunni Hilmars með fallegan urriða í ferð Græna bindisins í Vesturhópsvatn að morgni þriðjudagsins 25. ágúst 2020.

04.09.2020 19:54

Bogi að útskýra hvað fiskurinn var stór sem hann var að missa í ferð Græna bindisins í Vesturhópsvatn, mánud. 24. ágúst 2020.

27.08.2020 23:45

Jón S. Óla var ánægður með flakaðan afla dagsins í veiðiferð Græna bindisins í Vesturhópsvatn, þriðjud. 25. ágúst 2020.

27.08.2020 23:33

Benni Lund og Kolli á gangi við Vesturhópsvatn í veiðiferð Græna bindisins, mánudaginn 24. ágúst 2020.

09.05.2020 21:34

Svenni slakar á eftir góðan og skemmtilegan veiðidag í haustveiðiferð Græna bindisins í Skorradalsvatn, 23. ágúst 2019.

08.05.2020 21:50

Svenni við veiðar í Djúpavatni á Reykjanesi, í ferð Græna bindisins á Reykjanesið, 1. júní 2018. 

08.05.2020 20:05

Bogi segir ótrúlegar veiðisögur af sjálfum sér í blíðviðrinu í vorveiðiferð Græna bindisins í Skorradalsvatn, 5. maí 2017.

23.04.2020 00:30

Jói Vigg að flaka fallegan silung, veiddann í Reynisvatni í Grafarholti, 25. apríl 2003.

22.04.2020 23:57

Brytinn og Bogi hlusta með aðdáun á Benna Lund tjá sig um sín veiðiafrek, í ferð Græna bindisins á Skagaheiðina, 14. júní 2019.

Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 280
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 396688
Samtals gestir: 45750
Tölur uppfærðar: 4.9.2025 21:01:51